132. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[13:10]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held ekki að það sé rétt að önnur landsvæði gjaldi þess. Ég held að landið allt njóti þess hagvaxtar sem er í gangi. Þó að það það sé kannski ekki hægt að segja að það sé þensla alls staðar held ég að staðan sé betri nánast alls staðar en hún hefði annars verið.

Hins vegar varðandi daggjaldastofnanirnar, og þá er sérstaklega nefnt Sóltún, þá er daggjaldastofnunum almennt greitt eftir fjölda legurúma og hjúkrunarþyngd. Hins vegar er Sóltún sérstakt dæmi þar sem það var samkvæmt útboði, og inni í þeim tölum sem þar eru er líka fjárfestingarkostnaður sem skýrir þann mun sem þar er á.