132. löggjafarþing — 5. fundur,  10. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[18:36]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við getum verið sammála um að víða er mikil þörf á vegaframkvæmdum um landið. En svo ég haldi því til haga þá eru það 1,8 milljarðar kr. sem fara til Norðvesturkjördæmis, sem sagt 300 millj. kr. meira en í önnur kjördæmi, sem ég held að hv. þingmaður hljóti að fagna sérstaklega. Ef við tíundum það sem þar er gert ráð fyrir þá fara 700 millj. kr. til Vestfjarðavegar, 800 millj. kr. í Arnkötludal og 300 millj. kr. í Þverárfjallsveg. Ég held að hv. þingmaður hljóti að fagna því sérstaklega og geti fagnað því með öðrum hversu vel hefur tekist til í einkavæðingarferlinu og þeim góðu verkefnum sem það leiðir af sér.