132. löggjafarþing — 5. fundur,  10. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[18:49]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér liggur frammi mjög ákveðin og skýr áætlun. Ég hef engin áform um að breyta þeirri áætlun. Hitt er annað mál að hún kemur auðvitað til fjárlaganefndar og þar getur það góða fólk sem þar situr fjallað um það hvort þessu sé betur varið á annan hátt en hér er gert ráð fyrir.

Ég á ekki von á að það breytist, hv. þingmaður, og ég veit ekki betur en nú nýverið hafi hæstv. heilbrigðisráðherra verið að skrifa undir samninga um hjúkrunarheimili og brugðist við því sem við auðvitað erum öll sammála um. Með því að þjóðin er að eldast þá vex þessi þörf og við eigum að bregðast við því á hverjum tíma eins og nauðsyn ber til og það getum við auðvitað betur, hv. þingmaður, ef þú mátt hlýða á mál mitt, það getum við auðvitað betur af því að hér höfum við ákveðin verkefni sem við erum búin að klára og þarf þá ekki að taka út úr þeim stofnkostnaði sem við höfum í fjárlögunum á hverju ári.