132. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[14:50]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Eins og ég nefndi áðan þá held ég að sú prósentutala sem hér er um að ræða sé í lægra lagi miðað við það sem verið hefur. Hins vegar er það auðvitað rétt hjá hv. þingmanni að það er hlutverk Alþingis að veita aðhald og ég vænti þess að Alþingi geri það. Orð varaformanns fjárlaganefndar eru því fullkomlega í takt við hlutverk hans og hlutverk þingsins og ég get ekki annað en fagnað því að menn taki það hlutverk sitt alvarlega.