132. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[15:54]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins og tilvísun hv. þingmanns í orð varaformanns fjárlaganefndar um að taka þurfi þessi mál í gjörgæslu þá get ég út af fyrir sig tekið undir skoðun varaformanns fjárlaganefndar. Ég vil hins vegar ekki alveg ganga svo langt að tala um gjörgæslu. En ég tel að þetta sé mál sem við þurfum að fara yfir og ég er tilbúinn að gera það. Ég held að full ástæða sé til þess. Það er svo kannski um fleiri mál en þetta. En ég held að þetta sé mál sem við þurfum að skoða sérstaklega, hvort sem við köllum það rannsókn eða ekki. En auðvitað er allt rannsókn sem fjárlaganefnd gerir, t.d. þegar við förum yfir fjárlagafrumvörp o.s.frv. Ég tek því bara undir þetta en ætla ekkert að öðru leyti að dæma það mál án þess að hafa tækifæri til að fara ofan í það í smáatriðum.