132. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2005.

Nýtt tækifæri til náms.

7. mál
[18:33]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég vil eingöngu koma hér upp til þess að lýsa yfir ánægju minni með þá tillögu sem hv. þm. Einar Már Sigurðarson mælti fyrir. Ég tel hér hreyft ákaflega góðu og þörfu máli og lýsi yfir stuðningi mínum við að það fái brautargengi. Ég tel að það muni koma fólki á vinnumarkaði mjög vel á næstu árum ef þetta gæti gengið eftir. Ég vonast til að málið fái jákvæða meðferð í nefnd og komi hér aftur inn í þing eins og önnur góð mál sem verið er að leggja fram í þinginu.