132. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2005.

Beiðni um utandagskrárumræðu.

[10:34]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti er nokkuð undrandi á þessum orðum hv. þingmanns og vill láta þess getið að reynt er að gæta fyllsta jafnræðis meðal stjórnmálaflokka og þingflokka sem eiga sæti á Alþingi. Það eru fleiri stjórnmálaflokkar sem ekki hafa komist að með utandagskrárumræður, þar á meðal Sjálfstæðisflokkurinn.

Ég vil líka láta þess getið að út af þessari beiðni frá hv. þingmanni hef ég þegar rætt við viðskiptaráðherra og óskað eftir því að hún mundi athuga hvenær væri hægt að bregðast við þessari beiðni. Í ljós hefur komið að ekki er víst að þetta mál heyri undir hæstv. viðskiptaráðherra. Það er því ljóst að kanna þarf málið, en ég geri ráð fyrir að reynt verði að bregðast við og fá þessa umræðu sem fyrst, jafnvel í næstu viku.