132. löggjafarþing — 9. fundur,  17. okt. 2005.

Tryggur lágmarkslífeyrir.

6. mál
[18:03]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með þetta andsvar hv. þingmanns. Það er að heyra að hann sé sammála okkur hvað varðar umrædda þingsályktunartillögu og að hann hafi þá stutt tillögur sem hafa gengið lengra og ætti þess vegna að geta greitt þessari tillögu okkar Frjálslynda flokksins örugga leið í gegnum nefnd. Ég er viss um að það er ákveðinn samhljómur í þjóðfélaginu um að leiðrétta kjör eldri borgara, þó svo að heyra megi ef til vill einhverjar efasemdaraddir, sérstaklega hjá framsóknarmönnum í þjóðfélaginu. Við sjáum að menn hafa gert hér að umtalsefni að forðast ætti þau mál sem geta dregið úr atvinnuþátttöku. Mig langar þess vegna að spyrja hv. þm. Einar Odd Kristjánsson varðandi þá hugmynd að skerða bensínstyrkinn til hreyfihamlaðra, hvort að það geti ekki einmitt verið einn liðurinn í því að draga úr atvinnuþátttöku þess hóps.