132. löggjafarþing — 9. fundur,  17. okt. 2005.

Láglendisvegir.

9. mál
[18:57]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er sammála því að Hellisheiðarveginum þurfi að ljúka. Það er alveg ljóst. Við munum taka fyrir í þinginu langtímasamgönguáætlun. Þá munum við vinna að því að sá vegur fái þær úrbætur sem þarf.

Ég vil hins vegar benda á að hugmyndir sem ég hef lagt fram um Kjalveg mundu á engan hátt draga úr fjármunum sem þurfa að fara til Hellisheiðarinnar. Hugmyndin um Kjalveg er sú að það verði einkaframkvæmd. Framkvæmdin sem slík mun einungis auka álag á Hellisheiði og þar með þrýsta á frekari umbætur þar frá því sem nú er.