132. löggjafarþing — 10. fundur,  18. okt. 2005.

Úrvinnslugjald.

179. mál
[14:25]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel ekki neina þörf á að spinna þennan þráð neitt lengra. Ég fagna því eingöngu að hæstv. umhverfisráðherra skuli segja það hér í ræðustóli að hún telji sjálfsagt að frjáls félagasamtök á sviði umhverfismála komi að ákvarðanatöku í samfélaginu. Það skiptir langmestu máli en ekki hvort þau koma akkúrat að samningu þessa máls. Ég tel mikilvægt að við hæstv. umhverfisráðherra séum sammála í þessu prinsippatriði sem þetta mál snýst um.