132. löggjafarþing — 10. fundur,  18. okt. 2005.

Úrvinnslugjald.

179. mál
[14:28]
Hlusta

Ísólfur Gylfi Pálmason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í beinu framhaldi af ágætri ræðu hæstv. umhverfisráðherra þá er ég mjög sammála því að kerfið þarf að vera eins einfalt og skilvirkt og mögulegt er. Ég hvet velviljaðan umhverfisráðherra og fyrrverandi sveitarstjórnarmann til að beita sér fyrir að úrvinnslugjald verði lagt á dagblaðapappír. Eins og allir þekkja berst inn á hvert heimili gríðarlegt magn af pappír, alls konar dagblaðapappír og reyndar glanspappír líka. Mér finnst mjög brýnt að lagt verði úrvinnslugjald á þennan pappír. Og í framhaldi af því sem við höfum talað um áður eiga þeir aðilar sem í raun og veru menga að borga brúsann. Ég hvet ráðherrann til dáða í þessum efnum enda þekkir hún afar vel til sveitarstjórnarmála.