132. löggjafarþing — 10. fundur,  18. okt. 2005.

Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

21. mál
[18:28]
Hlusta

Drífa Hjartardóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég veit alveg, hv. þm. Sigurjón Þórðarson, um hvað þetta frumvarp fjallar nákvæmlega. Ég hef bara sagt að þetta sé ekki tímabært. Það er ekki í augsýn að nokkurt einasta bú komist í það að framleiða 1 milljón lítra af mjólk. Nú eru líka í gangi viðræður í WTO og það getur vel verið að það þurfi að breyta öllum þessum greiðslum í mjólkurframleiðslunni þannig að við vitum ekkert hvernig þetta verður.

Hvað varðar Mjólku, sem hv. þingmaður spurði mig um, þá tel ég það í góðu lagi ef þeir sem eiga Mjólku treysta sér til þess að reka það bú án ríkisstuðnings að þeir geri það. Það er mér að meinalausu.