132. löggjafarþing — 10. fundur,  18. okt. 2005.

Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

21. mál
[18:29]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það er gott að heyra að þingmaður Sjálfstæðisflokksins er mjög jákvæður í garð frelsisins en ég heyri enn fremur á máli hv. þingmanns að þetta sé ekkert í augsýn. En nú eru búin að stækka og hv. þingmanni finnst einmitt að þegar þessi bú eru komin upp í milljón lítra séu þau óþarflega stór. Þess vegna heyri ég ekki annað en hv. þingmaður, formaður landbúnaðarnefndar, sé einmitt mjög sammála frumvarpinu og telji þessa umræðu þarfa. Þó að hún segi í öðru orðinu að hún sé óþörf, þá má í hinu orðinu skilja að hún sé þörf og það sé ekki jákvæð þróun að 45 millj. kr. af skattfé fari á einn stað. Það getur einfaldlega splundrað þeirri sátt sem er um kerfið og landsbyggðin þarf einmitt á að halda meiri sátt um þennan stuðning, hún þarf að fá meiri hljómgrunn fyrir þessum stuðningi.