132. löggjafarþing — 11. fundur,  19. okt. 2005.

Jöfnun flutningskostnaðar.

107. mál
[15:01]
Hlusta

Guðmundur Hallvarðsson (S):

Virðulegi forseti. Það er athyglisvert að hlusta á stjórnarandstöðuna þegar hún kemur upp í ræðustól varðandi flutningsjöfnun á vöru út á land. Ég minnist þess að einn þingmaður Vinstri grænna vildi leggja miklu hærri skatta á olíuna til að minnka mengun. Áttaði sig ekki á málinu eins og hv. þm. Kristján Möller kom inn á að er ekkert smámál.

Nokkrar nefndir hafa fjallað um þetta og hafa m.a. komist að því — og af orðum hv. þm. Jóns Bjarnasonar kemur í ljós að 30–40% ódýrara var að flytja vöru frá Ísafirði til Reykjavíkur með skipi en bíl. Þetta er sá kostur sem hins vegar dreifbýlið hefur valið sér og ekkert óeðlilegt í sjálfu sér þegar litið er til matvöru. Hins vegar er það annað þegar litið er á þungavörurnar. Ég tel að nokkrar nefndir séu búnar að skoða þennan þátt og ég tel að full ástæða sé til að á þetta sé litið í heild sinni hvernig megi fara með álagningu á olíu eða þungaskatt á vöruflutningabíla þannig að ekki þurfi að koma til verulegrar hækkunar á flutningi matvöru.