132. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2005.

Ritun sögu þingræðis á Íslandi.

[13:52]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Það sem ég átti við með fúski er það þegar ekki er valinn hæfasti maðurinn til verksins. Það er ekki einungis ég sem held því fram heldur þeir sem hafa atvinnu að því að rita sagnfræði. Ég vona að hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins átti sig á því að þetta er ekki eingöngu mitt persónulega mat heldur er þetta mat þeirra sem hafa atvinnu af því að skrifa sögu. Þar stendur hnífurinn í kúnni.

Svo eru menn að bera saman Einar Arnórsson, prófessor og sérfræðing í réttarfarssögu, og nýgræðing á sviði sagnaritunar, Þorstein Pálsson, með fullri virðingu fyrir honum og hans fyrri góðu verkum. Þetta er auðvitað bara vitleysa og auðvitað eiga menn að sjá að sér, hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og hætta að bjóða þjóðinni upp á svona dellu.