132. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2005.

Þjóðfáni Íslendinga í þingsal Alþingis.

28. mál
[14:35]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér háttar þannig til að um er að ræða mjög sérstæða tillögu sem flutningsmaður hefur flutt af miklu atfylgi og dugnaði. Ég tel að til sé í hefðum þingsins sú regla að tillögur af þessu tagi geti farið án afskipta nefndar til næstu umræðu og geri það að tillögu minni að svo verði gert. Ef það er ekki tel ég ástæðu til að þetta mál fari til menntamálanefndar þar sem hér ræðir um þjóðleg verðmæti og menningarlega stöðu þinghússins og þingsins í heild.