132. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2005.

Frestun atkvæðagreiðslu.

[14:38]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Frú forseti. Það er afar óhefðbundið að hætta í miðri atkvæðagreiðslu. Við erum í miðri atkvæðagreiðslu um að vísa þessu máli til síðari umr. og til nefndar, búin að samþykkja hið fyrra og byrjuð á afgreiðslu hins síðara þegar allt í einu er flutt tillaga um að málið fái óhefðbundna meðferð sem ekki er í samræmi við venjur og hefðir þingskapa að mál gangi milli nefnda milli umræðna og ég er ekki tilbúinn til að fara að skapa slíkt fordæmi í þessu máli.

Síðan er algerlega ljóst að í þingsköpum stendur að kalli menn tillögu sína til baka getur hver annar þingmaður sem það kýs tekið hana upp og gert hana að sinni og þá hefur hún sömu stöðu og áður var að hún liggur fyrir. Ákvörðun forseta er þá um að hætta í þessari atkvæðagreiðslu miðri sem er óhefðbundið en tillagan hlýtur að liggja fyrir. Það er alveg skýrt að tillagan um nefndina liggur fyrir og slíka tillögu má taka upp munnlega.