132. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2005.

Fjarskiptasjóður.

191. mál
[17:00]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmanni að á sumum hlutum landsins erum við í þeirri stöðu að nauðsynlegt er að ríkissjóður komi að fjarskiptaþjónustunni. Þess vegna er þetta frumvarp flutt og það er mergurinn málsins.

Við höfum markað mjög skýran ramma um hvernig skuli standa að þessu. Ég tel að samgöngunefnd, sem fær það hlutverk að fara yfir þessar hugmyndir og frumvarpið sem hér er til meðferðar, geti kallað til þá sem þekkja best til þessara mála til að skýra fyrirhugaða framkvæmd sem allra best. Ég er sannfærður um að hv. samgöngunefnd mun vinna það verk vel eins og annað sem hún tekur sér fyrir hendur.