132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Tilhögun þingfundar.

[10:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Hádegishlé í dag og á morgun verður frá því upp úr kl. 1 og til kl. 2 því áformaðir eru nefndafundir í hádeginu. Þá vill forseti geta þess að engar atkvæðagreiðslur verða í dag eða á morgun.

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst strax á eftir, áður en gengið er til dagskrár, og er um starfsmannaleigur. Málshefjandi er hv. þm. Össur Skarphéðinsson. Hæstv. félagsmálaráðherra Árni Magnússon verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 2 og er um aflaheimildir frá Vestfjörðum. Málshefjandi er hv. þm. Sigurjón Þórðarson. Hæstv. sjávarútvegsráðherra Einar K. Guðfinnsson verður til andsvara. Umræðurnar fara fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.