132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Upplýsingaréttur um umhverfismál.

221. mál
[11:52]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að rétt væri af hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur að hún kynnti sér þessi mál betur. Það er auðvitað þannig að frjálsu félagasamtökin velja sjálf þau verkefni sem þau eru að sækja um fjármuni í. Það er því fullkomlega eðlilega staðið að þessum málum. Hvað það snertir að ráðherra í ríkisstjórn eigi að vera einhver andófsmaður þar, þá geta vissulega verið skiptar skoðanir á því. En það er nú einu sinni svo að þótt ríkisstjórnin sé fjölskipað stjórnvald er ein ríkisstjórn í landinu.