132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Aðbúnaður hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

236. mál
[12:30]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka skjót viðbrögð hæstv. ráðherra við beiðni minni um að ráðuneyti hans leggi í þessa vinnu sem ég tel nauðsynlega til undirbúnings fyrir umfjöllun nefndarinnar um þetta mál. Ég geng út frá því að ráðherrann muni bregðast strax við og kalla aðila til fundar við sig þannig að félagsmálanefnd hafi skýrar línur í því hvað sé rétt og rangt í þessu efni því ég tel að annað muni torvelda allt starf nefndarinnar. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að bregðast skjótt við og lýsa því yfir að hann muni leita skýringar á því misvísandi mati sem fram kemur annars vegar hjá fjármálaráðuneytinu og hins vegar hjá unglæknum.