132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Ferðasjóður íþróttafélaga.

24. mál
[15:51]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Hér er um mjög gott mál að ræða sem ég styð. Ég styð það vegna þess að ég hef reynslu af starfi í íþróttafélagi. Ég var í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar og einnig í stjórnum íþróttafélaga í Skagafirði og reyndar einnig í Reykjavík og ég þekki þennan aðstöðumun. Einnig er munur hvað það varðar að sveitarfélögin víða á landsbyggðinni standa afar illa og íþróttahreyfingunni veitir ekki af fjárstuðningi vegna þessa m.a., til að hægt sé að senda keppnislið og landsbyggðin geti verið fullgildur þátttakandi í því tómstunda- og íþróttastarfi sem fram fer í landinu. Mér finnst þetta vera hið þarfasta mál. En af því að málið hefur verið flutt áður og af sama hv. þingmanni, Hjálmari Árnasyni, þá væri fróðlegt að fá að heyra frásögn af því hvers vegna þetta mál nær ekki fram að ganga.