132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Ferðasjóður íþróttafélaga.

24. mál
[15:55]
Hlusta

Flm. (Hjálmar Árnason) (F) (andsvar):

Frú forseti. Málið fær að sjálfsögðu þinglega meðferð. Það er mælt fyrir því og því vísað til nefndar. Þar treystum við á stuðning, ekki bara stjórnarsinna heldur líka þeirra sem eru í stjórnarandstöðu, enda hefur enginn mælt efnislega gegn málinu. Að sjálfsögðu reynum við hvað við getum og höfum verið að því og ég trúi því að við munum ná þessu ágæta máli í gegn, enda heyrðist hér eins og englahljómur þegar gekk hér um salinn áðan fyrrverandi forseti þingsins og nefndi einmitt allt er þegar þrennt er og ég hygg að það viti á gott.