132. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2005.

Göngubrú yfir Ölfusá.

38. mál
[12:41]
Hlusta

Flm. (Kjartan Ólafsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þessi tillaga, eins og segir skýrt og greinilega í texta, fjallar einvörðungu um göngubrú yfir Ölfusá við hlið núverandi brúar. Hins vegar kemur það líka mjög ljóst fram í greinargerðinni að nauðsynlegt sé að setja nýja brú á samræmda samgönguáætlun. Og ég kvika ekkert frá því og vil endurtaka það sem ég sagði hér áðan að þetta er mjög brýnt verkefni. Þessi tillaga fjallar hins vegar fyrst og fremst um að þarna verði bætt úr — það er mikið öryggismál að á þessu verði tekið — og að göngubrú komi á þessum stað. Allar vegabætur aðrar um Hellisheiði og Suðurlandsveg eru jafnnauðsynlegar samt sem áður. Þetta er nú ekki stór framkvæmd í sjálfu sér en hún er mikið öryggismál og hagsmunamál fyrir þá íbúa sem þurfa að fara gangandi yfir Ölfusá.