132. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2005.

Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

45. mál
[16:44]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er einmitt það sem ég sagði. Ég tel að við getum ekki fullyrt um það efni í þessum ræðustól. Hitt ítreka ég, að það náðust ekki samningar um það milli samtaka launafólks og borgarinnar að setja alla kjarasamninga inn í félagslegan farveg. Það er nokkuð sem ég minnist frá árinu 1996 þegar verkalýðshreyfingin barðist gegn því að samningar yrðu settir inn í einstaklingsbundinn farveg.

Ég tek innilega undir ábendingar hv. þm. Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að réttur einstaklingsins til að segja frá því hvaða kjör hann hefur á að vera ótvíræður. Að sjálfsögðu á atvinnurekandi ekki að hafa heimild til að meina honum slíkt. Þetta er enginn ágreiningur um það. Við lítum ekki á þetta þingmál sem einhverja allsherjarlausn á öllum vanda. Við ítrekum hins vegar að hér er á ferðinni mikilvægt tæki til að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti karla og kvenna, enda erum við, vænti ég, öll sem hér höfum tekið til máls sammála um það.