132. löggjafarþing — 15. fundur,  4. nóv. 2005.

Jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

45. mál
[16:53]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek undir að það væri mjög mikilvægt ef þetta yrði sett inn í jafnréttisáætlanir einstakra stofnana. Ég skal viðurkenna að mér finnst þeir samningar sem gerðir voru um þetta efni ekki nægilega traustir. Mér finnst þeir of mikið á forsendum forstöðumanna stofnana. Hins vegar með það í huga að gera það besta úr því sem við höfum og að það á að setja tilteknar reglur um þessar greiðslur en innan hverrar stofnunar um sig, er eðlilegt að gengið verði eftir því að ríkisstofnanir sem starfa samkvæmt þessum lögum geri einmitt þetta sem hv. þingmaður nefndi. Og ég mun fyrir mitt leyti, á þeim vettvangi þar sem ég get komið því við, beita mér fyrir að svo verði gert.