132. löggjafarþing — 16. fundur,  7. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:50]
Hlusta

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Forseti vill vekja athygli á því að ákveðið var á fundi með forseta og formönnum þingflokka að í dag lyki þingstörfum klukkan sjö. Klukkuna vantar núna tíu mínútur í sjö og það var einboðið, miðað við þá umræðu sem í gangi var um fundarstjórn forseta, að hún héldi áfram þar til að þingfundi lyki. Forseti sá því enga ástæðu, með tilliti til þess hvernig umræðan hefur þróast, til annars en að fresta þessari umræðu.

Það hefði litlu breytt þótt forseti hefði gefið næsta þingmanni orðið, sem hefði 20 mínútur til að halda ræðu sína. Forseti hefði orðið að fresta umræðunni og sá ekki tilgang í að halda áfram þessum fundi.