132. löggjafarþing — 17. fundur,  8. nóv. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[13:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst strax að lokinni atkvæðagreiðslu um fyrsta dagskrármálið og er um aðbúnað og aðstæður á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Málshefjandi er hv. þm. Ágúst Ólafur Ágústsson. Hæstv. heilbrigðisráðherra, Jón Kristjánsson, verður til andsvara.

Hin síðari hefst kl. 2 og er um vanda rækjuiðnaðarins. Málshefjandi er hv. þm. Kristján L. Möller. Hæstv. sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.