132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Óhollt mataræði í skólum.

160. mál
[14:59]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri umræðu sem á sér stað enda brýnt mál á ferð. Eins og kom fram í máli hæstv. menntamálaráðherra hefur mataræði áhrif á námsgetu barna.

Ég hefði viljað heyra frá hæstv. menntamálaráðherra eitthvað í þá átt að hún ætlaði að taka á því að í 50% af framhaldsskólum landsins væru einungis sjoppur en ekki mötuneyti, við gætum því hugsanlega séð fram á að matarmenningin í framhaldsskólunum mundi breytast.

Ég er af snúða- og appelsínkynslóðinni í framhaldsskólanum og ég mæli ekki endilega með því. Ég hefði viljað heyra hjá menntamálaráðherra í það minnsta að hún mundi vilja skoða kostnað við það að setja upp einhvers konar mataraðstöðu eða mötuneyti í þeim skólum sem slíkt er ekki til staðar.