132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Kóngakrabbi.

105. mál
[15:28]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Hér er um mikilvægt mál að ræða og vert að fara yfir það með öllum tækjum sem stjórnvöld hafa yfir að ráða en umræddur krabbi getur valdið mjög miklum usla í lífríkinu. Eins og kom fram þá étur hann hrogn mikilvægra nytjafiska og svo getur hann borið með sér sníkjudýr sem leggjast á nytjafiska okkar. Þess vegna er vert að fara rækilega yfir þessi mál og væri fróðlegt að fá að heyra nánar hjá hæstv. ráðherra hvaða vinna hefur farið fram nú þegar. En mér skildist á svörum hæstv. ráðherra að til stæði að samvinna yrði við sjávarútvegsráðuneytið, sem ég tel mjög nauðsynlegt að verði, en einnig væri fróðlegt að fá að vita hvaða vinna hefur farið fram nú þegar þannig að menn geti áttað sig á stöðu mála.