132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Kóngakrabbi.

105. mál
[15:29]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta mál er hér til umræðu. Þessi risakrabbi sem farinn er að breiðast út á norðurslóðum er hrikaleg plága. Þetta mál hefur verið rætt í umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs þar sem ég á sæti og einnig sú mengun sem getur orðið þegar vatn er losað úr skipum fjarri þeim stað sem það er tekið upp.

Ég fagna því að hæstv. ráðherra ætlar að bregðast við þeirri hættu sem okkur getur stafað af risakrabbanum og að farið verði í samstarf við Norðurlöndin um það. Ég hvet hæstv. ráðherra til að banna flutning á kröbbum hingað og ég tel það vera mjög brýnt mál að bregðast við og hefja þá fræðslu sem hún talaði hér um.