132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Afsláttarkort vegna lækniskostnaðar.

152. mál
[19:33]
Hlusta

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fyrir þessa umræðu. Mig langar að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra aðeins út í afsláttarkortin, af því að við erum að ræða að þau verði með ákveðnum hætti rafvædd. Mig langar að spyrja hann hvort það hafi komið til tals að í stað þess að þetta kort gildi alltaf almanaksárið gildi það frá útgáfudegi og í ár þaðan í frá, við vitum jú að fólk veikist ekki aðallega í janúar eða febrúar o.s.frv. Ég hefði viljað fá einhver svör við þessu og hver rökin séu fyrir því að halda í almanaksárið eins og það er núna.