132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Aðgengi að hollum matvælum.

233. mál
[20:01]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S):

Frú forseti. Ég þakka þessa umræðu. Hún hefur verið hér fyrr í dag með öðrum hætti að vísu. En það er mjög nauðsynlegt þjóðfélagi okkar að hún sé rædd hér.

Ég vil gera að umtalsefni það sem kom fram í framsöguræðu um að hollustuvörurnar væru dýrari. Ég er ekki sannfærður um það og vildi gjarnan fá að sjá upplýsingar um það vegna þess að ferskar vörur hér á landi, bæði mjólkurvörur og grænmeti, eru að mínum dómi ekki dýrar vörur.

Við getum nefnt drykkjarvörurnar. Hvað kosta gosdrykkir miðað við skyrdrykki eða mjólkurvörurnar sem eru framleiddar með miklu flóknari hætti en nokkurn tíma Coca Cola sem er hrist út í einhvern sykursafa? Ég held því að það sé röng fullyrðing að hollustuvaran sé endilega dýrari. (Gripið fram í: Grænmetið …)