132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Togveiði á botnfiski á grunnslóð.

242. mál
[20:31]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstvirtur forseti. Það er nú þannig að hagsmunaðilar í sjávarútvegi á Íslandi eru öflugastir í LÍÚ, það eru hagsmunasamtökin, svo eru auðvitað smábátasjómenn þar fyrir utan. En þessi hagsmunasamtök eru fyrst og fremst hagsmunasamtök sem starfa fyrir togveiðar, togveiðiskipin. Dregin veiðarfæri eru langstærsti hlutinn og öflugustu aðilarnir eru þar. Ef menn ætla að hlusta á þá og vera linir í löppunum gagnvart þeim endalaust, þá mun ekki verða nein breyting á. Togskip hafa aukist að afli og fjölda á undanförnum árum. Veiðar hafa færst frá öðrum veiðarfærum yfir til togveiðarfæra í mjög miklum mæli. Þetta hefur verið látið gerast. Hafrannsóknastofnun hefur ekki rannsakað nægilega vel hvaða áhrif þetta hefur á fiskimiðin og við vitum þess vegna ekki nóg um þá hluti. En það þyrftum við sannarlega að gera. (Forseti hringir.)