132. löggjafarþing — 19. fundur,  10. nóv. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[10:33]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst nú strax á eftir, áður en gengið verður til dagskrár, og er um hreyfanleika starfsfólks og þjónustu eftir stækkun Evrópusambandsins. Málshefjandi er hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson. Hæstv. félagsmálaráðherra Árni Magnússon verður til andsvara.

Hin síðari hefst upp úr klukkan 1.30 og er um vanda á leikskólum vegna manneklu. Málshefjandi er hv. þm. Katrín Júlíusdóttir. Hæstv. menntamálaráðherra Þorgerður K. Gunnarsdóttir verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.

Þá vill forseti tilkynna að atkvæðagreiðslur verða klukkan 1.30, að loknu hádegishléi.