132. löggjafarþing — 19. fundur,  10. nóv. 2005.

Vegagerð um Stórasand.

43. mál
[16:07]
Hlusta

Flm. (Halldór Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Eins og oft kemur hv. 8. þm. Norðvest. Jón Bjarnason inn á ýmsa óvænta punkta. Að sumu leyti get ég verið sammála honum. Það er einkum eitt sem mig langar til að spyrja hv. þingmann um.

Nú liggur það fyrir að hæstv. samgönguráðherra hefur lagt áherslu á að það sé forgangverkefni að byggja veginn upp yfir Kjöl og það eigi að ganga á undan öðrum leiðum eins og ég hef skilið hæstv. samgönguráðherra en nú þori ég ekki að ábyrgjast að ég skilji hann rétt. Mig langar til að spyrja hv. þingmann, ef hann er sammála þeirri áherslu að leggja bundið slitlag á veginn yfir Kjöl, hvort hann líti svo á að rétt sé að sveigja veginn niður í Skagafjörð sunnan Blöndulóns til að stytta leiðina til Norðurlands.