132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[17:45]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér bæði ljúft og skylt að svara þeirri spurningu sem hv. þingmaður varpaði hér fram. Ég tel að ekki sé verið að útvíkka þau réttindi sem til staðar hafa verið. Ég tel að í þessu frumvarpi felist ekki breyting á því réttarástandi sem við höfum búið við. Ég byggi það á því að fyrir liggja hæstaréttardómar þar sem tekið hefur verið á þeim álitaefnum sem frumvarpinu er ætlað að taka á. Með frumvarpinu er í rauninni verið að festa í sessi þá túlkun sem Hæstiréttur Íslands og fræðimenn hafa lagt í þennan rétt og þessi réttindi. Það er ekkert annað hér á ferðinni og engin grundvallarbreyting á efni og inntaki þessara réttinda. Það er alveg klárt í mínum huga. Ég er því alveg sammála hæstv. iðnaðarráðherra hvað þetta atriði varðar.