132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:12]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Fyrst vil ég segja að ég legg ekki í vana minn að nafngreina fólk þó það sé ráðherrar eða þingmenn nema geta titils þess. Þeir eru hér fyrst og fremst sem umbjóðendur þess verkefnis sem þeir eru ráðnir til eins og hæstv. iðnaðarráðherra er iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins.

Hv. þingmaður hefur áhyggjur af stöðu bænda. Já, ég hef það. Ég nefndi einmitt bændurna í Gólanhæðum. Þeir eiga margt sameiginlegt með íslenskum bændum.

Ég spyr enn, frú forseti: Hefur hv. þingmaður lesið yfirlýsinguna frá ráðstefnunni um vatn fyrir alla? Hafi hann lesið hana þá virðist hann ekki hafa skilið hana. Ég bið hann að lesa hana aftur.