132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:16]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekkert að fara að vigta stöðu hvers og eins gagnvart málefnum þjóðkirkjunnar. En hv. þingmaður sagði að jafnvel hefði verið vitnað til þjóðkirkjunnar varðandi þessa ráðstefnu. En fyrir mér er það ekkert „jafnvel þjóðkirkjan“. Þjóðkirkjan kemur þar að af fullri reisn.

Hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson mæti velta því fyrir sér, hvers vegna er ekki er fyrst tekið á vatnsverndarlöggjöfinni, sem sett er númer eitt í yfirlýsingunni Vatn fyrir alla og reyna að aðstoða hæstv. umhverfisráðherra sem er settur til hliðar í þessu máli með yfirgangi iðnaðarráðherra við að komast yfir vatnið sem seljanlega auðlind.