132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:18]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna því að nokkurt lífsmark sé með hæstv. umhverfisráðherra í þessu máli en leyfi mér að spyrja um leið: Hvað líður væntanlegum lögum um vatnsvernd sem hæstv. umhverfisráðherra ber ábyrgð á og ættu að koma hér fyrst, áður en við ræðum með hvaða hætti hæstv. iðnaðarráðherra geti einkavætt og selt vatnið? Við vildum fyrst sjá vatnsverndarlögin. Ég vil heyra frá hæstv. umhverfisráðherra hvernig gengur og styðja við bakið á henni ef tekið verður á þessum málum frá sjónarmiði umhverfis- og náttúruverndar og með framtíðarhagsmuni mannkyns fyrir augum, ef hæstv. umhverfisráðherra vildi nálgast málið með þeim hætti og flytti frumvarp áður en (Forseti hringir.) iðnaðarráðherra fær að spreða út sínum frumvörpum.