132. löggjafarþing — 20. fundur,  14. nóv. 2005.

Vatnalög.

268. mál
[18:24]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hafi hv. þm. Jónína Bjartmarz á réttu að standa þá þarf ekki að flytja þetta frumvarp. Ef það hefur enga breytingu í för með sér, til hvers þá að halda þingmönnum uppteknum við að ræða frumvarp sem felur engar breytingar í sér? (Gripið fram í.)

Frú forseti. Ef hv. þingmaður meinar að þetta frumvarp feli ekki í sér neinar breytingar þá tek ég undir orð hv. þm. Marðar Árnasonar, sem sagði í upphafi umræðunnar: „Dragið þetta til baka“. Reyndar var það á öðrum forsendum, sem eru sömu forsendur og komið hafa fram í máli hæstv. iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins, að skýra eignarhaldið, til að auðveldara sé að markaðsvæða vatnið. (SKK: Einkavæða það.) Það er málið, frú forseti.