132. löggjafarþing — 21. fundur,  15. nóv. 2005.

Breyting á XX. viðauka við EES-samninginn.

286. mál
[18:04]
Hlusta

utanríkisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Með þessari þingsályktunartillögu, sem gerð hefur verið grein fyrir úr forsetastóli, er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 82/2004 og 134/2004, um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn, og fella inn í samninginn tilskipanir 2002/96 og 2003/108, um raf- og rafeindabúnaðarúrgang. Eins og með fyrri ákvarðanir er gerð grein fyrir efni hennar í tillögunni og er hún prentuð sem fylgiskjal með henni ásamt þeirri tilskipun sem hér um ræðir.

Í tilskipun 2002/96 er kveðið á um hvernig eigi að fjármagna, safna, meðhöndla og endurnýta raf- og rafeindabúnaðarúrgang og er markmið tilskipunarinnar að draga úr mengun slíks úrgangs og auka endurnýtingu á honum. Tilskipun 2003/108 breytir fyrri tilskipun og skýrir reglur um kostnað við förgun eldri raftækjabúnaðar annars en þess sem kemur frá heimilum. Í umhverfisráðuneytinu er nú unnið að undirbúningi lagafrumvarps til innleiðingar gerðanna hér á landi.

Ég legg til, herra forseti, að að lokinni þessari umræðu verði tillögunni vísað til síðari umr. og hv. utanríkismálanefndar.