132. löggjafarþing — 23. fundur,  16. nóv. 2005.

Fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar.

205. mál
[13:20]
Hlusta

Halldór Blöndal (S):

Frú forseti. Þessar umræður eru mjög sérkennilegar en kannski ekki óvenjulegar ef maður rifjar upp gamlar umræður sem varða Keflavíkurflugvöll og varnarmál okkar Íslendinga. Það liggur ljóst fyrir samkvæmt yfirlýsingu utanríkisráðherra að flug af því tagi sem fyrirspurnin fjallar um verður ekki heimilað um íslenska lofthelgi og slíkum flugvélum verður ekki leyft að hafa afnot af íslenskum flugvöllum. Þetta kom skýrt fram í niðurlagi ræðu hæstv. ráðherra. Ef maður hefur það í huga er augljóst að þær ræður sem síðan hafa verið haldnar eru haldnar af mönnum sem ekki kunna að hlusta og ekki kunna að skilja það sem talað er.