132. löggjafarþing — 23. fundur,  16. nóv. 2005.

Háhraðanettengingar.

117. mál
[13:39]
Hlusta

Drífa Hjartardóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með hv. fyrirspyrjanda varðandi mikilvægi þess að háhraðatenging sé alls staðar á landinu. Það skiptir miklu máli varðandi búsetuskilyrði, nám og það kom mjög vel fram í máli hæstv. samgönguráðherra að það er svo sannarlega verið að vinna að þessum málum.

Það eru margir sem hafa valið að búa úti í sveit og vinna í gegnum háhraðanetið og geta þá verið þar sem er afskaplega gott. Ég vil líka vekja athygli á því að nokkur sveitarfélög hafa sjálf haft frumkvæði að því að koma á háhraðatengingu en þar verða samt sem áður eftir þessi 5% sem er svo mikilvægt að ríkið sjái um og ætlar að gera með sölu Símans.