132. löggjafarþing — 23. fundur,  16. nóv. 2005.

Spilafíkn.

99. mál
[19:02]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Eins og ég tók fram skorti mig upplýsingar til að svara þessari fyrirspurn tæmandi. En ég tel að full þörf sé á því að fara í ítarlegri skoðun á umfangi þessa vanda. Það þarf að taka á honum. SÁÁ hefur verið miðpunktur í þessu starfi. En full þörf er á því að greina vandann og leggja meiri vinnu í það. Við höfum því miður ekki úr þeim tekjum að spila í ráðuneytinu sem koma inn á spilakassana. Hins vegar vil ég undirstrika að full þörf er á því að bæta statistíkina í þessu og gera sér grein fyrir umfangi vandans. Hann er fyrir hendi. Skráningin á þessu er best hjá SÁÁ. Eins og kom fram í svari mínu þá er ekki veitt sérhæfð meðferð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við spilafíkn. Það hafa ekki verið skráningar þar sem hægt er að byggja á í þessu sambandi. Það er full þörf á því að fara yfir þetta mál í framhaldinu.