132. löggjafarþing — 24. fundur,  17. nóv. 2005.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[14:37]
Hlusta

Guðmundur Magnússon (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil bara þakka hv. þm. Þórunni Sveinbjarnardóttur fyrir stuðning hennar. Ég mun að sjálfsögðu, ef það kemur til minna kasta, styðja þessa þingsályktunartillögu.

Ég vil líka benda á hvað öryrkjar eru mikilvægur liður í aðstoð sérstaklega við stríðhrjáðu ríkin þar sem menn ef þeir eru ekki líkamlega fatlaðir eftir stríðið eru þá verulega andlega skertir eða illa á sig komnir. Þessi félög eru einmitt innan okkar vébanda.