132. löggjafarþing — 25. fundur,  18. nóv. 2005.

Lenging fæðingarorlofs.

134. mál
[11:12]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég tek undir það að verja þurfi fæðingarorlofið og styrkja tilveru þess. En ég vil vekja athygli á því og hvetja hæstv. félagsmálaráðherra til að gefa gaum að því að ekki er minni ástæða til þess að auka möguleika fólks til að eiga samskipti við börnin sín eftir að þessum tíma lýkur. Ég held að sveigjanlegur vinnutími og sú fjölskyldustefna að gefa fólki sem á ung börn — þá er ég að meina kannski börn til átta eða níu ára aldurs eða eitthvað svoleiðis — meiri möguleika til samskipta við þessi börn sín yfir daginn. Það er ekki heppilegt að báðir foreldrar vinni úti langan vinnudag eða fullan vinnudag og að samskipti við börnin séu eingöngu í stressinu við að koma þeim í skóla á morgnana, leikskóla, og svo þegar allir eru orðnir þreyttir á kvöldin. Þessu þarf líka að gefa gaum. Ég hvet hæstv. félagsmálaráðherra til þess að skoða þennan þátt líka.