132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Byggðastofnun.

[15:16]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Nóvembermánuður er ekki allur og það er þó nokkur tími til stefnu til þess að finna lausn á þeim vanda sem hv. þingmaður talar hér um og ég tek undir með henni hvað það varðar að stofnunin er í vanda og við þurfum að finna lausn á því máli. Ég vil gjarnan hugsa til framtíðar hvað það varðar þannig að það sé ekki bara hugsað til einnar nætur. Ég vil að við sjáum Byggðastofnun fyrir verkefnum til framtíðar og að hún fái tilhlýðileg verkefni því að hún er að vinna mikilvægt verk og það vil ég að haldi áfram.