132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Sameining rannsóknastofnana iðnaðarins.

[15:18]
Hlusta

Bryndís Haraldsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Mig langar að beina fyrirspurn til hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, um sameiningu rannsóknastofnana sem heyra undir ráðuneyti hennar.

Um allnokkurt skeið hefur verið umræða um sameiningu Iðntæknistofnunar Íslands og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Fyrr á þessu ári skipaði hæstv. ráðherra nefnd til að fara yfir málin og koma með tillögu að verkefnum og skipulagi nýrrar stofnunar svo og til að gera grein fyrir fjárhagslegum forsendum. Vil ég spyrja hæstv. ráðherra frétta af málinu. Hefur nefnd þessi lokið störfum? Er frumvarps að vænta um nýja stofnun og ef svo er, hvenær má búast við að slíkt frumvarp verði lagt fram?

Einnig vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvort rekstrarfyrirkomulag slíkrar stofnunar hafi verið skoðað sérstaklega og hvort mögulegt sé að slík stofnun yrði rekin sem hlutafélag að öllu leyti eða að hluta í eigu ríkisins.