132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Hátækniiðnaður.

[15:31]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Það kom fram hjá hæstv. ráðherra að nefnd væri að störfum. Á síðasta vetri var einnig nefnd að störfum og hún fjallaði um vanda fiskiðnaðarins og útvegsins. Hún komst að niðurstöðu um að ástandið væri óbærilegt fyrir þær útflutningsgreinar.

Nú hefur enn sigið á ógæfuhliðina og gengið hefur hækkað um 10–15% síðan þá. Ég hefði talið að kominn væri tími til fyrir eitthvað annað en aðra nefnd og að hæstv. ráðherra eða ríkisstjórnin gripu til aðgerða. Það er kominn tími til þess. Maður finnur það víða í atvinnulífinu, útflutningsgreinunum blæðir. Það er einfaldlega kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum.